OK nú er staðan orðin þannig að ég er orðin ofsalea leið á hárinu á mér.
Ég er 17 og með svona ljóst hár í dekkri kanntinum (æ þið vitið, svona dirty blond eins og það er kallað) og það er orðið frekar sítt, niður fyrir axlir allavega. Nú er mig farið að langa að vera svolítil gella og fá mér strípur og flotta klippingu… Með hverju mæliði??? Er eitthvað sértaklega “inn” í sumar? Tek það fram að ég vil ekki gera mjög drastískar breytingar og þetta verður að vera á viðráðanlegu verði svo ég geti viðhaldið litnum… svo ljótt þegar þetta vex úr :S

Hvar getur maður svo fengið góð sléttujárn? Ég er með sterka liði (ekki krullur, meira svona liði sums staðar í hárinu og sums staðar slétt) og þarf alveg über gott járn til að það haldist slétt.