Langar að fá aðeins álit hérna..

Ég keypti mér buxur fyrr í sumar, Billabong gráar með eins konar böndum í mittið ef einhverjir hafa séð þær. Þær voru alveg vel víðar á mig og bara allt í góðu.

Svo lendi ég í því í byrjun ágúst að þær rifna alveg rosalega uppúr þurru svona í klofinu en samt ekki á saumunum heldur rifnar efnið sjálft! Taka það fram að þetta var ekki við einhver átök heldur var ég að setjast niður (á frekar lágan stól reyndar).

Ég fer með þetta í búðina og spyr hvort þau geti ekki gert eitthvað og afgreiðslugaurinn tekur við þeim og tekur nafnið mitt og númerið.

Svo hringi ég þarna um daginn og forvitnast um þær og fæ þau svör að það verði hringt í mig seinna um daginn.

Svo er hringt (verslunarstjórinn minnir mig) og hann spyr hvað í ósköpunum ég vilji eiginlega láta gera við þetta, það sé ekki nokkur leið að laga þetta og þetta hljóti að hafa rifnað við einhver átök og sé bara já, mér að kenna. Ég á ekki auðvelt með að höndla svona kringumstæður svo ég bara já..já.. Og hélt þetta væri sem sagt bara dautt mál og punktur.

Ég segi svo bróður mínum og kærustu hans frá þessu og þau segja að þetta sé bara kjaftæði, þær hafi verið víðar á mér og hljóti að vera galli í efninu og fara svo í búðina og tala við manninn sem talaði við mig.

Hann sem sagt heldur því fram að þeim beri engin skylda til að hjálpa mér með þetta, hvað þá að ég fái nýjar eða eitthvað og ber bara upp á mig lygar og er bara mjög ókurteis við þau.

Hvað finnst ykkur um þetta? Á ég að taka þetta í neytendasamtökin eða segja málið dautt?