Ég veit um margar stelpur sem geta ekki hugsað sér að ganga í bolum með frægum hljómsveitum á! Þeim finnst þeir of stórir,víðir og hallærislegir. Ég er ein í mínum vinkvennahópi sem geng í svoleiðis bolum. Þá er ég að tala um boli sem eru t.d. með myndum af Bítlunum,The Doors,Nirvana,Metallica og svoleiðis. Einnig veit ég um marga stráka sem hata stelpur eins og mig,kalla mann trukkalessur sem hafa ekki vit á góðri tónlist og ganga bara í bolum með rokkhljómsveitum til að vera cool. Hversu mikil karlremba er það????
Allavega……..
Mér fannst erfitt að finna svona boli sem voru ekki til í X X Large eða eitthvað álíka. Síðan var ég eitthvað að labba í bænum um daginn og lenti inní snilldarbúðinni Dogma á Laugarveginum! Ég stóð á miðju gólfinu og glápti eins og ég veit ekki hvað á alla flottu bolina þarna! Þeir voru til í minni stærð og allt! Ég fékk “nett” kaupæði og keypti mér 4 boli! Svo þennan sama dag álpaðist ég inní Kolaportið og fann aðra “búð” fulla af bolum! Ég vissi ekki hvað var í gangi! Af hverju hafði ég aldrei tekið eftir þessum búðum fyrr?? Þegar ég kom heim var ég með 6 nýja boli! :P ótrúlega flott! En ég skrifaði þessa grein nú bara til að hrósa búðunum sem selja þessa boli,marr finnur þetta nú ekki allstaðar! og líka,vitiði um fleiri svona búðir?
Kv.Laticia
