já sko þannig er mál með vexti að ég las þessa grein hér um rauðhærða. Eftir að hafa lesið hana langaði mig að spyrja ykkur annars.

Ég semsagt er ljóshærð og verð fyrir því að fólk kalli mig ljósku (ég viðurkenni nú allveg að ég get verið ljóska). Þá er fólk ekki bara að meina að ég sé ljóshærð heldur líka heimsk. Ég sjálf mundi ekki halda að ég sé heimsk þar sem meðaleinkun mín hefur aldrei farið undir 9 í skóla og ég er að fara í 10. bekk. Ég tek þessu ekkert nærri mér. En mér finnst leiðinlegt þegar t.d. fólk sem ég þekki ekki er með einvherja sóðalega fordóma fyrir ljóskum. Eins og þegar ég tala við fólk í gegnum netið sem ég hef ekki hitt segjir eitthvað líkt þessu: “já.. þú er líka ekki mjög gáfuð vina” (þetta var kaldhæðni í þessu tilviki). En allavega þoli ég ekki svona helvítis skítkast í okkur ljóshærða fólkið!

Ert þú oft að kalla ljóshærðar stelpur ljóskur? eða verður þú kannski fyrir því að vera kölluð ljóska og finnst það leiðinlegt? ef svo er segðu mér frá því.
(vá þetta hljómar eins og auglýsing hjá sálfræðingi:)
En allavega…segjiði ykkar skoðun ef þið skilduð þetta rugl í mér:S