já, eins og svo margir hafa tekið eftir er það oumflýjanlega komið í hátískuna hjá unglingstelpum hérna á íslandi að fá sér gat í naflan og tunguna, janfvel tattú. það hafa alveg strreymt inn korkar um þessi mál hérna á huga og maður heyrir hverja stelpuna á fætur annari tala um þetta. eins og stendur eru margar soltið hikandi, hvort þær ættu að gera þetta, enda getur þetta verið vont og svo bólgnar maður nottla svakalega t.d. í tungunni. tala þá ekki um tattúið sem að festist á manni til lífstíðar. En svo er líka margar sem að hafa þegar tekið á skarið og hvet ég þær til að segja aðeins frá þessu hér, t.d. hvort þetta hafi verið vont, hvort hafi komið einhver síking og hvort þær hafi bólgnað.
mér finnst þetta mjög flott að sjá stelpur með svona, þegar þetta er í hófi og innan skikkalegra marka. finnst t.d. ekki flott að sjá stelpu sem einhverja hauskúpu hangandi á naflanum, eins og sumar af þessum mansonistum hafa gert. tattú finnst mér líka mjög flott þegar þau eru bara lítil og á réttum stað. t.d. er mjög flott þegar stelpa er með kanski svona lítið hjarta á hliðinni á lærinu.
en já, langaði bara aðeins að tjá mig um þetta mál þar sem þetta er og verður næsta risa tískubylgjan núna á meðan netaderhúfurnar eru að víkja hérna á íslandi.<br><br>Blessuð sé minning Friends þáttana, þið munuð ávalt eiga stað í hjarta mínu :'(