Mig langaði til að sýna ykkur þetta….fyrir þá sem fíla og kaupa Diesel buxur.
Ég fann þetta á vef NTC og gerði c/p..þannig að þetta er ENGANVEGIN skrifað af mér!

Daze
Dazesniðið frá Diesel er mjög vinsælt en þær eru fremur lágar í mittið og rassvasalausar. Skálmarnar eru útvíðar og fást í öllum stærðum og þvottum.
Verð frá Kr 7.990.-


Medico
Medicosniðið hefur vakið gríðarlega lukku. Þær eru mjög pæjulegar, lágar í mittið, mjög útvíðar og rassvasalausar.
Verð frá Kr 9.990.-


Fanker
Fankersniðið er eitt af bestu sniðunum hjá Diesel. Þær eru þröngar um hnéin og með “bootcut” sniði. Þær eru með hæfilega stórum rassvösum og henta vel fyrir alla aldurshópa og sérstaklega þær sem vilja ekki hafa gallabuxur lágar í mittið.
Verð frá Kr 9.990.-


Rame
Ramesniðið er alveg nýtt hjá Diesel. Þær eru háar í mittið, með rassvösum og skálmarnar eru beinar niður.
Verð frá Kr 9.990.-


Cherone
Cheronesniðið eru rosalega flott en það er eitt af nýju sniðunum frá Diesel. Þær eru millilágar og skálmarnar eru beinar niður og því afar flott að bretta upp á þær.
Verð frá Kr 14.990.-


Hush
Hushsniðið frá Diesel hefur vakið mikla lukku. Þær eru lágar í mittið, með beinum skálmum og mjög skvísulegar. Þær eru alveg tilvaldar fyrir þær sem vija bretta uppá.
Verð frá Kr 7.990.-


Zink
Zinksniðir er frekar lágt í mittið, með beinum skálmum og rassvösum. Það er mjög smart að bretta þær upp á.
Verð frá Kr 6.990.-

Stenx
Stenxsniðið er frekar hátt í mittið og passar vel fyrir þær sem vilja ekki hafa buxur allt of lágar. Þær eru örlítið útvíðar að neðan með flottum rassvösum.
Verð frá Kr 6.990.-


Nadar
Nadarsniðið er splunkunýtt og er flott hvort sem maður vill hafa þær þröngar eða víðar. Skálmarnar eru með “bootcut” sniði og buxurnar eru með rassvösum með vasaloki með smellu.
Verð frá Kr 10.990.-

Meday
Medaysniðið er lágt í mittið og alveg niðurmjóar. Þær henta frábærlega fyrir þær sem vilja setja buxurnar ofan í krumpustígvél.
Verð frá Kr 11.990.-

Nú er kanski auðveldara að finna buxurnar sem þið sáuð um daginn í Kringlunni eða eitthvað…biðjið bara um Nadar buxur(til dæmis)
Ef þið viljið sjá myndirnar af buxunum farið þá á www.ntc.is