Stóri dagurinn nálgast og við viljum líta út sem allra best. Það er margt sem þarf að huga að þegar við tökum það stóra skref að ætla að bæta heilsu okkar og útlit. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að við breytumst ekki á einni nóttu. Breytingar sem þessar kalla á ákveðin lífsstíl sem við eigum að tileinka okkur og best væri að hugsa um hann sem lífstíðar lífsstíl en ekki sem tímabundin. Við viljum jú líka líta vel út og líða vel eftir að við höfum gengið í það heilaga. Að byrja rólega er besta byrjunin. Best er að setjast skrifa hjá sér markmið, t.d. hve mörg kg. viljum við losna við eða hversu mikið viljum við styrkja vöðvana. Munið að hafa markmiðin raunhæf. Þegar markmiðin eru orðin skýr og niðurskráð þarf að finna bestu leiðina til að ná þessum settu markmiðum. Hér er mjög mikilvægt að þið stundið einhverja hreyfingu sem þið hafið gaman af. Rösk ganga í hverfinu er ágætis hreyfing sem kallar á aukið blóðflæði og roða í kinnum. Til eru fjölmargar bækur er fjalla um þetta efni má þar t.d. nefna metsölubókin Líkami fyrir lífið eftir ………………. En hún fæst í öllum helstu bókabúðum landsins. Mataræði skiptir sköpum þegar bæta á útlit og heilsu. Við erum það sem við borðum er máltak sem allir kannast við.