Ég veit að þetta hefur verið mikið rætt út og inn en mér finnst alltaf við hæfi að tala meira um þetta…úrval á fatnaði á Íslandi.

Úrval á Íslandi er lítið sem ekkert, það kemur ný tískubylgja og nánast allar búðir fyllast af þessu, bara aðeins öðruvísi sniðum eða lit. Einu búðirnar sem selja eitthvað öðruvísi (eða þær sem ég man eftir í augnablikinu) eru Spútnik, Dogma og Dead.
Mér finnst þetta ömurlegt því ef manni langar í nýjan bol eða eitthvað eru þeir ein og allir eiga…..þýðir ekkert að neita þessu, því svona er þetta.

En ég legg til að það verði stofnaðar fleiri búðir, sem tileinka sig einhverjum ákveðnum stíl (þó týskulegum, ég er ekki að tala um einhverja 80's búð eða búð sem selur bara blúnduföt)Þá er ég að tala um eina búð sem gæti tileinkað sér t.d. Pönkinu, seldi mikið af svona dogma og dead bolum, töff gallabuxum (ekki einhverjar þröngar diesel, þó í tísku), mikið af röndóttu (svart og rautt :P), og allskyns fylgihluti pönksins, gaddaólar, töff belti, eyrnalokka og meira.

og kannski líka búð sem tileinkaði sér bara kjóla og fylgihluti
(Minnkar líkurnar á að stelpur séu allar í sama kjólnum á næsta balli eins og gerist svo oft vegna lítils úrvals á töff kjólum) eða búð bara með stórum stærðum svo fólk í stærra kanntinum getur keypt sér föt sem er í tísku en ekki þurft að fara í einhverjar kellinga stæðrir í “stórar stelpur, eða sikk sakk :P”

Hvað finnst ykkur?
(ég væri að minnsta kosti til í þetta, svona aðeins til að lífga upp á þetta og fólk sé ekki jafn mikið eins og klónar af hvort öðru)<br><br><font color=“#800080”>-¤•.¸¸.•*×»</font> <font color=“#FF00CC”>BoomCat</font> <font color=“#800080”>«×*•.¸¸.•¤-</font
And let me tell you, she is not the brightest bulb in the tanning bed!