Hvað er málið með unglinga og málningu? Ég veit að okkur unglingsstelpunum finnst mjög gaman að mála okkur, og viljum flest allar mála okkur eins, með meik yfir öllu andlitinu og svartar í kringum augun, og hvað með það? Af hverju þurfa alltaf allir að skipta sér að því og predika yfir manni að maður eigi bara að mála sig náttúrulega og að við séum svo fallegar og með góða húð án farða, skiljið þið ekki að svona er þetta bara og svona mun þetta vera? Á unglingsárunum er peer-pressurið mjög mikið og mörg okkar eru ekki með mjög mikið sjálfsálit/traust og við ÞURFUM að gera þessa hluti, mála okkur svona og klæða okkur svona, alveg eins og allir hinir, til þess að vera örugg með okkur. Og ef það er okkar leið til öryggissins, hvað með það? Ég þoli bara ekki þessar unglingabækur og ráð sem halda því fram að þær séu skrifaðar fyrir unglingana til að leiðbeina þeim, sem svog prédika þvílíktg að maður eigi helst ekkert að mála sig og alls ekki setja á sig augnskugga og eikkað svona crap. Þvílíkt pirrandi. Er einhver sammála?(býst við því að það verði hinir unglingarnir sem eru sammála mér, en hver veit, kannski er einhver fullorðin sem skilur mann)<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Icelandic huh, then you have one of the most difficult languages in the world.</i><br><hr>
<b>Við erum snillingar fyrst að við kunnum þetta hræðilega erfiða tungumál.</