Mig langar að vita hvort einhver hafi gott ráð við sólarexemi. Ég er líklega með sólarexem á bringunni (frekar slæmur staður) og síðast þegar ég var í útlöndum þá komu rauðir flekkir á bringuna sem voru alla ferðina. Það skipti ekki máli hvort ég væri í bikinítopp sem náði alveg upp í háls því flekkirnir komu samt sem áður. Þeir pössuðu ekki alveg við djammfötin mín en ég reyndi að láta það engu máli skipta.

En það hljóta að vera fleiri en ég sem eru með sólarexem, einhver ráð?