Ég hef staðið búðir að því að rífa verð af útsöluflíkum og selja þær aftur á fullu verði og hef ég líka séð þetta í fatabúð sem ég var að vinna í!! Sérstaklega hef ég séð þetta nú um jólin. Eftir því sem ég veit best á þetta að vera ólöglegt samkvæmt reglum hjá neytendasamtökunum og er ég sjálfur mjög á móti svona og vil bara láta fólk vita að þetta viðgengst í mörgum búðum.
Þegar búið er að setja föt á útsölu þá má ekki hækka verðið á þeim aftur og merkja þær á fullu verði, aftur á móti má hækka verðið vörum sem voru á tilboði. Skoðið því verðmerkingarnar vel, yfirleitt má sjá hvort að útsöluverðmiði hafi verið rifinn af með því að líta vel á upprunalega verðmiðann.<br><br>Kveðja
php