Ég er búin að heyra svo marga vera að tala um útlit og tísku stelpna. Svo margt fullorðið fólk er að væla um að stelpur (í t.d 8.bekk) klæði sig svo glennulega og séu að byrja að mála sig allt of fljótt. Það finnst mér bara fáránlegt! Mér finnst að stelpur eigi bara að ráða því hvernig þær klæða sig og máli sig. Smekkur manna er misjafn…Þótt að það sé kannski fáránlegt að stelpur í 6.bekk séu að byrja á þessu, en ég er bara búin að heyra svo mikið um stelpur í 8.bekk. Það eru nánast allar stelpur á aldrinum 13 ára byrjaðar á þessu enda fá þær þannig skilaboð með því að sjá allar fallegu söngkonurnar og leikkonurnar í Hollywood. Hvað finnst ykkur??