Ég er 14 ára stelpa og ég glími við STÓRT vandamál. Það kallast nef..alltof stórt nef. Reyndar hefur ekki verið neitt mikið minnst á það og mér hefur aldrei verið strítt á því. En ég hef t.d. aldrei verið með strák(kysst einn) og nefið á mér er ótrúlega áberandi og gerir andlitið mitt svo ófrítt eitthvað. Það er ekki svona breitt-stórt heldur svona langt og útstætt með smá boga á og útstæðum nefbroddi. Og ég er næstum því í sjálfsmorðshugleiðingum útaf því, ég get ekki hugsað um neitt nema mitt ógeðslega nef og ég veit að mér myndi líða svo miklu betur ef ég færi í svona lýtaaðgerð. Þá væri ég bara að tala um frekar litla aðgerð, aðallega taka beygjuna og smá af nefbroddnum, semsagt þannig að það myndu kannski ekki allir taka eftir aðgerðinni heldur bara að andlitið væri fallegra í heild. En mig vantar upplýsingar um svona aðgerðir, eru gerðar undanteknigar á aldurstakmörkum með samþykki foreldra? Hvað kosta svona aðgerðir og er hægt að fá styrki fyrir þeim vegna hræðilegs sjálfsálits? Plís hljápið mér því ég er að deyja..