Kæru Hugarar! Ég veit að þetta á kannski ekki heima hér, en mig langar samt að spurja ykkur að einu. Það kom ný stelpa í bekkinn minn í haust, og við erum í íþróttum og sundi í skólanum, eins og flestir aðrir. Málið er að þessi nýja stelpa fer aldrei í sturtu eftir íþróttir, og forðar sér inn á klósettið strax. Svo þegar hún fer í sund, þá fer hún inná klósett strax, fer þar í sundbolinn og fer útí laug, svo þegar hún kemur uppúr, stendur hún í sturtunni í svona 10 sekúntur, ef það nær svo langt, og fer svo í sundbolnum inná klósettið og tekur dótið sitt með sér. Okkur hinum stelpunum 5, í bekknum, finnst þetta frekar ósmekklegt, af því að það er alltaf geðveik svitafýla af henni. Og nú er spurningin, á ég að minnast á þetta við einhvern, skólastjórann, íþróttakennarann, eða jafnvel hana? Ég er í svo litlum bekk að hún gæti farið í ævilanga fýlu við mig fyrir að tala um þetta við kennara, en okkur finnst þetta svo ógeðslegt, hvað á ég að gera??? Help plz


btw, ef þið eruð með einhver skítaköst, sleppið þeim þá frekar og farið og fáið útrás annarsstaðar…
Some past just can not be forgotten…