Varúð varúð, legghlífarnar ógeðslegu eru að koma inn
Guð hjálpi okkur öllum….

Ég er farin að sjá þennan ófatnað í fleiri og fleiri búðum og finnst þær hræðilegar. Ég skil alveg að fólk milli 13 og 20 muni ekki eða lítið eftir “eighties” tískunni, en margir hugsa enn til hennar með HRYLLINGI. Legghlífar voru upphaflega notaðar af dönsurum til að halda hita á vöðvum og liðum meðan á æfingu stóð. Svo urðu þær afar vinsælar á tímabilinu ca. 1983 - 1991, en virðast því miður ekki hafa dáið alveg út.

Ekki láta blindast, þetta er ekki flott. Hvað kemur næst? Blásið túperað hár, augnskuggi út á gagnaugu, ennisbönd, “stretch”buxur, síðar peysur með áföstu belti, urgh bleeeh æl æl…..

Prufið bara að horfa á Miami Vice, eða Flashdance þar er eightiesið í algleymingi og reynum svo að læra af tískureynslunni. Af hverju þarf hún alltaf að fara í hringi, getur fólk ekki fundið upp á einhverju nýju??
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil