Sæl öll. Hér ætla ég að gera smá leiðbeiningar um hvernig maður gerir sig sæta/n.

Segjum að þú sért að fara í partí.

Þú byrjar á því að taka þvottapoka og bleyta hann með frekar heitu vatni. Síðan ferðu að nudda andlitið allsstaðar þar sem að eru bólur. Ef að þú nærð ekki neinum árangri geturðu bara notað bólufelara. Þegar þú ert búinn að því ferðu í sturtu og þværð þér hátt og lágt og ekki gleyma því að nota sjampó og balsam. Því næst þurrkarðu hárið með hárþurrku (ef þú átt enga geturðu bara þurrkað hárið mjög vel með handklæði). Svo seturðu á þig gott ilmvatn eða svitalyktareyði. Svo velurðu þér einhver flott föt. Þú getur síðan sett eitthvað fínt gel í hárið. Svo er bara að líta á sig í spegli og segja: “Damn, you fine,” og gefa kettinum og drífa sig í partíið.