AUGNLÍNA
Sérstakar snyrtivörur eru framleiddar fyrir húðina í kringum augun þar sem hún er frábrugðin annarri húð líkamans? Húðin í kringum augun hefur:
- Færri frumulög hornhúðar, húðin því þynnri og viðkvæmari
- Fáa fitu-og svitakirtla og þar afleiðandi litla vörn.
- Enga hársekki, sem þýðir takmörkuð innsíun húðar.
Þar af leiðandi er þörf á léttari og fituminni snyrtivörum til að koma til móts við þarfir húðarinnar.
HÁLSKREM
Hálskrem er ætlað að bera á háls, undir höku og bringu. Húðin á hálsinum er þéttari en annarstaðar á líkamanum. Hún hefur enga fitukirtla og er því minni innsíun húðar þar. Þegar aldurinn færist yfir fer húðin á hálsinum að síga, þverlínur verða að dýpri hrukkum og húðin að verða öll loskenndari. Þess vegna eru sérstakar snyrtivörur fyrir hálshúðina til að leitast við að sporna við öldunareinkennum. Nauðsynlegt er vernda háls og bringu fyrir umhverfisáhrifum eins og sólböðum, vindi og kulda.
