Ég er í smá vandræðum með 17ára son minn. Þannig er mál með vexti að hann er með fílapensla á hökunni, nefinu og eitthvað á enninu. Eins og allir vita er þetta leiðindarkvilli og höfum við reynt ýmis krem til að hjálpa honum. Svona fílapenslar geta svo leitt til að bóla myndast. Hann er þó ekki með mikið af þeim, bara einstakar litlar þó komi fyrir að ein stór poppi upp af og til. En jæja, nóg um það. Getur einhver hjálpað mér að velja krem eða eitthvað því um líkt handa honum? Kannski væru einhver heimilisráð líka sem gætu virkað? Er ekki mataræði partur af þessu líka? Hann er eiginlega alveg hættur að borða súkkulaði…