Af hverju er það sem þið dæmið talið alltaf um að að dæma fólk eftir útlitinu sé svo slæmt?
Ég er sammála ykkur um það að dæma fólk eftir fegurð sé rangt en þið talið alltaf líka um hvernig manneskjan er til höfð, hvernig hárið á þeim sé, neglur, föt, make-up og þar eftir götunum…
Það er smekkur manna hvernig menn er til hafðir.
Ég held að allir dæmi eftir útliti, ekki fegurð heldur útliti…
Mín skoðun er sú að það vilja allir líta vel út, ganga fallegum fötum en ekki ljótum, vera með fallegt hár en ekki ljótt hár, fallegar neglur og svo framvegis.
Er það ekki ?
þegar þið sækjið um vinnu þá klæðið þið ykkur í fín föt, þegar þið farið á stefnumót þá eruð þið fínar og þegar þið farið í veislur…
af hverju ? af því að það skiptir máli hvenig maðr kemur fyrir öðrum.
fegurð eða ekki fegurð, það er ekki það sama og útlit og hvernig manneskjan hefur sig til !!!