Ég hef verið að kíkja á útsölurnar fór um helgina bæði í Kringluna og í Smáralindina. Ég var búin að sjá frá báðum þessum stöðum auglýst að útsölur séu byrjaðar hélt að allar búðirnar væru með útsölur en svo er ekki það eru nokkra búðir sem voru með tilboð á nokkrum vörum en ekki á útsölu.

En samt sá ég að það er hægt að versla ódýrt á mögum útsölunum en samt pirrandi að sjá föt sem ég keypti mér fyrir jólin vera orðin helmingi ódýrari en þá.Mamma keypti sér mjög flotta kápu sem kostaði áður 21.500 en kostaði 5000 núna ekkert smá góð kaup

Ég er að bíða eftir að 17 og Deres byrji með útsölu en það voru ekki komnar útsölur hjá þeim um helgina. Vitið þið hvenær það verður?

Annars er alveg hægt að tapa sér á útsölum og ég veit að sumir verða svo æstir í að kaupa bara eitthvað vegna þess að það er ódýrt en nota það svo aldrei ég kannast við það enda er ég kaupóð. Ég ætti kannski bara ekkert að vera að þvælst þetta.

kveðja disa