Jæja, núna eru elsku blessuð jólin alveg að koma og kannski tímabært að fara í smá búðarráp og kíkja á jólaföt og svona. En núna er ég í smá vandræðum, þessum árlegu vandræðum, sem felast einfaldlega í því að ég veit ekki í hvað mig langar! Og þar sem ég á alveg mjög takmarkað magn af peningum verður þetta sennilega erfitt. (ekki svo að skilja að ég eigi ekkert af peningum…!)Allt er svo fjandi dýrt! Kjólar: 8000 kall. Pils: 4000 kall. Skyrta: 3000 kall. Skór: 5000 kall. Jafnvel þótt að þetta líti ekki út fyrir að vera neitt svaka háar upphæðir fyrir þá sem eiga einhvern pening, þá er þetta mikið fyrir manneskju undir meðallagi eins og mig! Svo að hvað á ég að gera? Nota e-ð gamalt kemur vel til greina. Fá eitthvað lánað kemur ekki eins vel til greina. Kaupa e-ð kemur alls ekki til greina! Where is my star!?!