Að vera 170 er flott. Það er reyndar svoldið erfitt að segja þegar maður veit ekki hvað þú ert gömul, en ég skil alveg að þú vildir vera aðeins minni. Ég er sjálf 174, þannig að ég skil þig alveg. En það er bara þannig að þegar maður er svona 12-18 þá vill maður svo oft vera lágvaxin. Því að á diskótekum og svona í grunnskóla er oft betra að vera lágvaxin, þannig að ég myndi vilja vera svona í kringum 165 núna og stækka svo meira SEINNA. En það er bara ekki hægt.
En ég þoli ekki þegar það er bara sagt við mig: það er bara flott að vera stór! þess vegna ætla ég ekki að segja við þig: mér finnst flott að vera svona í meðallagi þegar maður er í grunnskóla en stækka svo þegar maður er eldri og verða hávaxin og flott. En það er bara frekar sjaldgæft, og þess vegna þegar við erum orðnar svona stórar þá er bara að gera gott úr hæðinni sinni og bera sig vel. Ganga bein í baki, og ef það er eitthvað þægilegra fyrir þig þá skaltu bara vera í lagbotna skóm á diskótekum. Ef þú ert orðin svona 14-15 ára þá er 170 bara mjög fínt en ef þú ert enn í kringum 12 þá er þetta ekkert óeðlileg stærð en ég skil samt alveg að þér skuli finnast þetta óþægilegt. En svo í sambandi við g-strenginn, það er allt í lagi að ganga þá bara í vanalegum nærbuxum ef þú vilt. Það er kannski allt í lagi að eiga 1 kannski tvo g-strenga og ganga í þeim annað slagið… EN BARA EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ BETRA FYRIR ÞIG. En svo þetta í sambandi við hvort strákum finnst það flott, þá er ég sjálf í 9. bekk og þegar ég var í 7. bekk þá voru margar stelpur farnar að ganga í g-streng… alltí lagi með það. Nema það að sumar tóku upp á því að sýna strákunum g-strengana sína (buxurnar voru óvart so neðarlega að þegar þær beygðu sig sást “óvart”) og strákunum fannst þetta geðveikt flott og allt það, og kannski líka í byrjun 8. bekkjar, en svo núna í 9. bekk þá held ég að flestir ef ekki allir strákarnir, sáu hvað þetta var hallæristlegt, og stelpurnar líka. Og ég tala nú ekki um þegar maður er komin í 10. bekk. Það sjá allir seinna hvað þetta var asnalegt, ég sá það strax og ég vidli aldrei nota
g-strenginn minn til að ná athygli strákanna. Þeir sjá núna hvað þetta var asnalegar og það voru þarna þessu nokkru stelpur sem voru í þessum glennuleik, og þær sjá það líka núna. Og við tölum um það hversu hryllilega hallærislegt það er þegar við sjáum krakkana sem eru í 7. bekk núna leika þennann sama leik. Og stelpurnar sem voru svona í 7. bekk eins og þessar stelpur sem við erum að gera grín af þær skammast sín geðveikt. Þannig að…