Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér undanfarið hvort “bleikur sé enn í tísku??” Fyrir aðeins nokkrum mánuðum var bleikur vinsælasti liturinn hjá stelpum og tóku flestir mjög vel við honum. Fataskápurinn hjá manni fór að litast bleikur því maður hreyfst svo af þessum ferska og sæta lit “bleikum”! Svo allt í einu þá fór fólki að fynnast bleikur hallærislegur litur til að klæðast og átti fólk það til að fara aftur í vetrarþunglyndið með öllum dimmu litunum. En afhverju hætti bleikur allt í einu að vera í tísku? Svarið er að hann er enn þá í fullu gangi í tískunni og allar nýjustu línurnar í búðunum eru meira og minna með bleikum í!! :) Þarna sjáið þið að tími “bleikra fata” er ekki runnin út!! Svo nú getið þið aftur opnað fataskápinn og brosað :) þegar þið sjáið öll bleiku fötin!!

Kveðja
darma í bleiku!!