Sælir Hugarar

Mér finnast mjög sorgleg fötin sem að eru í Hagkaup. Þetta er allt saman eitthvað polyester ógeð og þannig slíkt þótt að það sé nú hægt að grafa upp eina og eina flík þarna sem hægt væri að nota. Samt er það ekki það sem ég ætla að bera upp hér.

Það eru krakkafötin…

Mér finnast krakkafötin í Hagkaup mesta hörmung sem sem sett hefur verið á markað.
Um daginn fór ég inn í þessa búð í mesta sakleysi til að sjá hvort að það væri eitthvað sætt á litlu systur mína þarna (7 ára), bleikar buxur eða eitthvað sem henni fyndist flott. Nei, takk þetta er vond eftirlíking af tískufötum fyrir 15-20 ára stelpur. Marglitaðar blússur með reimuðu hálsmáli lengst niður fyrir nafla og magabolir, mínípils og þannig, auðvitað allt úr einhverju polyester efni.

En þetta er bara mitt álit, hvað finnst ykkur…..
“don't dream it….. be it!!”