Það er til nokkuð alvarlegur sjúkdómur(ja, eða ég kalla hann alvarlegan), en það er innkaupaæði. Ég hef fengið þennan “sjúkdóm” öðru hvoru, og þá bara kaupi ég og kaupi. Ný föt, nýja skartgripi, snyrtivörur, skó, og bara name it. Þetta getur verið alveg hræðilegt, því kanski margra mánaða kaup hverfur á einu bretti. Ég hef reynt að finna út hversvegna þetta kemur og reynt að hafa hemil á þessu, en það virkar bara ekki nógu vel. Ég held að ástæðan fyrir því að þetta kemur, sé sú að manni líður eitthvað illa andlega(amk á það við um sjálfa mig), og þá reynir maður að bæta það upp með því að veita sér einhverja muni. Einnig finnst mér oft eins og ég sé að reyna að fylla uppí eitthvað tóm, eða eitthvað, en þetta er alltsaman hálf skrítið. Svo fer ég kanski einusinni eða jafnvel aldrei í fötin og þau hanga bara inní skáp ónotuð. Þetta er alveg hræðilegt. Ég veit um fleira fólk sem er svona, þekki td eina vinkonu hennar mömmu sem er svona, nema bara hvað hún er miklu verr haldin en ég og hún er svona allan ársins hring. Hjá mér kemur þetta svona í skorpum og fer þess á milli.
Kannast einhver ykkar við þetta, eða þekkir einhvern sem er svona???