Alltaf hefur mér fundist gaman að horfa á stelpur sem voru alltaf voða góðar stelpur og verða svo svona gelgjur og fara að tala tískumál sem ég vil kalla það. Það einfaldlega fer þeim sumum ekki en aðrar eru í æfingu og svona.

svo eru það orði sem skipta máli eins og ég hef alltaf notað eiginlega það er að enda settninguna á ,,maður“ Dæmi: cool, sástu bílinn maður!! ég hef vel og lengi notað þetta orð.
svo virðist sem þetta orð ,,dauðans” er að koma í tísku. Dæmi: þú ert sko fótboltagaur dauðans!! ég nota þetta afar sjaldan.
svo er það nefnilega ein frænka mín sem var einui sinni bara lítið krútt en er núna byrja að vera gelgja. hún sagði einu sinni þessa setnigu: mér er svo illt í maganum, ég er að segja ykkur það. Ég og önnur frænka mín héldum að hún væri eitthvað að djóka með þetta orð en neinei hún var að meina þetta, JESÚS MINN ALMÁTTUGUR.

hvað er í tísku hjá ykkur og ykkar fólki?
þetta er ein pæling sem allir ættu að velta fyrir sé