Ég er búinn að taka eftir umtalsverðum skotum á báða bóga
milli Chocco Súkkulaðestykkjum og Spúútnik
Artífartíwannabe's og langar einungis að benda á eftirfarandi.

#1. Tískan breytis. Allir vilja fylgjast sæmilega með, þannig að
MY ASS að einhver finni sinn ‘stíl’ bara hér og nú. Allir geta
fittað inn í hvaða stíl sem er ef metnaður er lagður í dæmið.

#2. Við skulum ekki hengja okkur um of á þessi orð að hinir
og þessir séu að klæðast svona og svona til þess að falla
betur inn, vera anonymous, vera fönký, vera með hreinan stíl
og svo fram eftir götunum. Er ekki reglan bara svo að við
klæðumst bara þeim fötum sem okkur líður persónulega vel
í?

#3. Talandi um að líða vel. Það er alltaf í tísku að líða vel.
Þess vegna er alltaf í tísku að klæðast í samræmi við veður. Í
slabbveðri og/eða snjókomu myndi ég ekki hika við t.d. að
draga fram 66 gráðunorður útivistarjakkann og nota hann!
Það er líka hægt að fá fín fleece og eða ullar vesti og/eða
peysur á fínum prís út um allt! Með öðrum orðum. Það er alltaf
í tísku að vera skynsamur.

Klæðum okkur vel í vetur. Fólk er alltaf skemmtilegra þegar
það er ekki að drepast úr kulda!
Hvað er þetta Undirskrift pósta?