Hæ, ég er alltaf að fiska út góðar buxur sem að eru flottar og endast, ég verð að nefna að Wrangler hefur boðið upp á ótrúlega góðar gallabuxur í gegnum tíðina. Svo hef ég verið alveg í skýunum yfir buxum sem að ég keypti í Wranglerbúðinni á Laugaveginum seint í vetur. Þær eru boot cut, þ.e þröngar uppi en víkka svo niður, þær eru svartar og úr 100% polyester, með vösum aftan á og meira að segja með brotum í, þannig að þær eru líka eins og sparibuxur! Það er sama hvert tilefnið er, vinna eða fara eitthvað, þær passa við allt. Kaninn kallar þetta “twill jeans”. Ef að ykkur langar í flottar buxur þá eru þetta þær. Annars er Wrangler merkið gamalkunnugt í gallabuxum, rétt eins og Levi's en það er mín reynsla að Levi's buxurnar endast ekkert sérlega vel og eru rándýrar. Þannig að ég veðja á Wrangler, ekki spurning. Kv september.