Eru það fötin sem skapa manninn eða öfugt? hvað finnst ykkur?
Er maður ekki í tísku ef mar hefur ekki alltaf efni á að kaupa það nýjasta? Ég veit það að klæðast flottum fötum vekur upp mikið sjálfstraust, en þarf það að vera þannig? hvað finnst ykkur. Maður reynir og reynir að vera í´tísku en alltaf kemur eitthvað nýtt og mar þarf sífellt að vera að púkka út fyrir því nýjasta. Mér finnst alveg hundfúlt að hafa ekki alltaf efni á að kaupa ´mér ný föt hverju sinni sem að ég fer í búðir, ef ég mundi gera það þá væri ég sko alveg á hausnum. Hvernig hefur fólk eiginlega efni á þessu, að ganga alltaf í tískunni, fara virkilega öll launin í ný föt. ef mar er ekki í flottum fötum þá fær mar minnimáttarkennd og þar af leiðandi minnkar sjálfstrautið, en hvernig er hægt að breyta þessu, það er nefnilega til svo margt annað sem getur nært sálin heldur en föt. ég er algjör fatafrík og stundum held ég bara að ég sé að fara yfirum ef ég fæ ekki ný föt mánaðarlega, hvað er það sem veldur, veit það einhver?
bara svona smá hugleiðingar frá mér, er að reyna að finna svar við því afhverju föt þurfa að vera svona mikilvæg, endilega látið í ykkur heyra-)
kv snolla