ég var bara að pæla.. maður hefur verið að lesa allar þessar greinar um ungfrú ísland og um hvernig þessar stelpur hafa verið and so on and so on! þá fór ég að pæla hvernig þetta standart útlit er orðið í dag!

það er svo mikil útlitsdýrkun í gangi að manni verður illt af að lesa þetta allt saman!! í dag á maður að vera horaður, við það að detta í sundur! (sjást ekki á hlið eins og bróðir minn orðaði það.. ;þ) hvergi fita! ekki gramm, ekki ögn! engir “ástarvængir” eða “ástarhandföng” eins og það er stundum nefnt! en brjóstin… þau eiga að vera HUGE! og einhvernveginn fúnkerar það bara ekki saman.. ekki í raunveruleikanum! allaveganna ekki ef manneskjur eru natural!

og svo eiga stelpur að vera með fullkomna húð! engin appelsínuhúð NEINS STAÐAR! engin slit! ekki neitt..!! en lítum nú á málið frá óhlutdrægu sjónarhorni! er það virkilega hægt!? er hægt að ætlast til þess að allar stelpur, hver ein og einasta sé með slétta og fína húð!

til eru dæmi um stelpur, tökum mig sem dæmi, sem allir álíta mjóar og fínar! en ég lenti í þeim HRÆÐILEGU ÖRLÖGUM (eins og tískan lítur á það) að lenda í vaxtarkippum! í þeim (og þeir voru nú ekkert smá!) gat ég stækkað um heilu tugina af sentimetrum á örskömmum tíma og auðvitað gat húðin ekki haldið í við það og ég fékk slit!! og mér var svo sem alveg sama! ég var ekki nógu gömul til að skilja að þetta þótti ljótt! en núna.. þá væri ég til í að eyða mörgum mörgum þúsundköllum í eitthvert “undrakrem” sem myndi laga þetta, þó ekki væri nema ögn! af hverju má mér ekki bara líða vel með þetta! hví má ég ekki bara vera eins og ég er!

spurningin sem ég er að koma á framfæri er bara sú… hvað finnst ykkur um “the modern look” og þá útlitsdýrkun sem er í gangi í nútímanu! sjálfri finnst mér hún sucka!!!

danke!
"