Fegurðarsamkeppnir og lýtaaðgerðir. Hvað finnst ykkur um svona keppnir ?
Við höldum tvær aðalkeppnir Ungfrú Ísland og svo neteftirlíkinguna Ungfrú Ísland.is. Finnst ykkur þetta eðlilegt í nútímasamfélagi að raða stelpum upp á svið eins og hrossum á uppboði, stífmálaðar og í kjólum sem kosta tugi ef ekki hundruði þúsunda og meta þær eftir útliti eða fjölda lýtaaðgerða?
Ég var ein af þeim sem var stolt þegar Hófi og Linda unnu alheimskeppnina enda fallegar stelpur og eins þegar við unnum Miss Skandinavia í fyrra, en fara þessar keppnir ekki að verða úreltar með auknum lýtaaðgerðum.

Einhverntíman las ég að Miss Brasilía væri ca.50% silikon ár eftir ár, þar er fundin stelpa sem hentar vel í aðgerðir og svo er klippt, sogið, blásið og bætt við til að reyna að gera hina fullkomnu konu en að sjálfsögðu á maður ekki að trúa öllu sem maður les. En er þetta framtíðin hérna ?
Slúðrið segir að Ungfrú Ísland 2002 sé aðeins búin að láta lagfæra sig, smá silikon í brjóstin og örlítið í kinnbeinin og þessa stelpu munum við senda út sem okkar fulltrúa, auðvitað þarf þetta slúður ekkert að vera satt en ef þetta er satt hvar endar þetta ?

Hvað erum við að ala ungar dætur okkar við með þessu? Að þú sért ekki nægilega falleg eins og þú fæðist og til þess að komast á pall með hinum “fallegu” stelpunum þarftu að láta lagfæra þig alla, hvað varð um náttúrulega fegurð er það hugtak alveg týnt!
Nú erum við Íslendingar búin að halda þessar keppnir í 50.ár, og það er alveg á hreinu að Kolbrún Jónsdóttir sem vann fyrstu Ungfrú Reykjavík keppnina 1952 eða Ragna Ragnarsdóttir sem varð fyrsta Ungfrú Ísland árið 1954 voru náttúrulega fallegar, enda tæknin ekki til staðar og ég er viss um að Hófi og Linda voru ekki búnar að fara í neinar aðgerðir til að lagfæra útlit sitt þegar þær unnu. Er þetta bara breyttur heimur eða eru þessar keppnir bara hættar að snúast um sanna fegurð og farnar að snúast um hver hefur efni á að láta lagfæra sig sem mest og finnst ykkur þetta þá ekki farið að verða nokkuð sem Íslendingar ættu að hætta að taka þátt í ??

Þetta eru bara pælingar hjá mér og eiga ekki á nokkurn hátt að vera niðrandi um margar af þessu gullfallegu stelpum sem taka þátt í svona keppnum…..

Kv. EstHe
Kv. EstHer