Af hverju fer það svona rosalega í taugarnar á mér þegar einhver svona “spútnik” típa
sem segist vera að finna sinn stíl og vera klæddur eins og enginn annar er að rakka niður
þessa “einföldu” tísku á íslandi. Ég gat nú alveg lifað með því og segi ég er sjálf svona
venjuleg íslensk stelpa sem kaupi föt mín í tískubúðum og finnst reyndar ekkert vera
svona rosalega slæmt við það. En þessi fullyrðing að tíska á íslandi er einföld og svona
blablabla kjaftæði er kannski rétt en hvað með það tíska á íslandi er flott og hefur alltaf
verið flott. Bara við erum svo fá þannig þegar við förum út skemmta okkur eru kannski þó
nokkrar stelpur í alveg eins kjól og þú átt eða eitthvað svona. Þannig þetta “spútnik” lið
og þessir sem eru öðruvísi æi hættiði plús það að sú tíska er held ég að hverfa.
Er þetta bara eitthvað eitt stórt rugl í mér eða er einhver sammála????