Mér datt bara svona í hug, út frá öllu þessu skítkasti í garð
Manúellu (held það sé skrifa svona) og ýmsum öðrum
keppendum í ungfrú Ísland 2002 í greinum hér undanfarið
(þar á meðal greininni hér fyrir neðan \“Ungfrú sílíkon\”), að
spyrja hvar þið dragið mörk \“raunverulegrar\” fegurðar og
\“náttúrulegrar\” fegurðar.

Ég verð að segja að ég finn fnyk af öfund í þessum
athugasemdum.

Um hvort þær Manúella hafi farið í eitthvað af öllum
þessum aðgerðum veit ég ekkert fyrir víst, og í raun finnst mér
það ekki skipta miklu máli því að burt sé frá því hvaða
lýtaaðgerðir kunna að liggja að baki, er fegurð alltaf fegurð. Ef
kona sem ég þekkti hafði fengið sér sílíkon og ég kæmist ekki
að því fyrr en löngu á eftir, yrði hún ekki ögn ljótari í mínum
augum fyrir þær sakir.

Einhverjir/jar voru að tala um stúlkur með gerfi- og plat
fegurð sem ætti ekki skilið að taka þátt í ungfrú Ísland
keppninni…

Ég spyr: Hvar viljið þið sem eruð sammála þessu draga
mörkin milli fegurðarstiganna tveggja?
Standa mörkin við linsur, aflitað hár, fitusog, aflitun, sílíkon…?