Okei ég vildi bara koma með stutta og hnitmiðaða grein yfir það sem er svona INN í tísku í dag. Ef þú átt ALLA þessa hluti í fataskápnum þá ertu í flottum málum og það ætti að skila þér einni ef ekki tveimur dömum á KÆJANUM!

Gallabuxur: Því þrengri því betri er mottóið sem að á helst við í þessum bransa í dag. Dökkblár er búinn að vera rosalega sterkur í sumar og svo eru svartar buxur alltaf góðar þar sem þær passa við allt. Ef þú vilt vera DJARFUR þá geturðu tekið buxur sem eru ljósar að lit en það gæti snúist verulega í höndunum á þér og þú gætir DRULLAÐ uppá bak. Þannig að varist ljósa liti nema þú sért fagmaður og vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera eins og undirritaður.

Jakkafatabuxur: Það er öfugt farið með jakkafatabuxur en gallabuxur. Ljósir litir eru mun meira áberandi þessa stundina og undirritaður á eitt par af ljósbrúnum buxum sem eru búnar að vera gera allt vitlaust á B5 upp á síðkastið. Get ekki gengið fram hjá public röðinni án þess að fá eitt komment á það hversu geggjaðar buxurnar mínar séu.

Golla: Gollurnar eru að verða eitt sterkasta vopnið sem að hver karlmaður á í fataskápnum enda er hægt að gefa venjulegustu bolum og skyrtum nýtt líf með því að fleygja GEÐSJÚKRI gollu yfir. Allir litir eru að ganga upp ef þú ert með litasamsetninguna í lagi. Í góðu lagi.

Skyrta: Skyrtan er búinn að vera hornsteinn í fataskápum karlmanna í marga áratugi. Vel aðsniðnar skyrtur eru mjög grimmar í dag og ef það stendur SLIM FIT á skyrtunni sem þú ert að fara að versla þér, þá ertu á réttri leið.

V-hálsmáls bolur: Því djarfari litir því betra. Því dýpra v-neck því betra. Því meiri bringuhár því betra. Ef þú ert með þetta allt þrennt, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu!

Dirty Harry sokkar: Það þurfa allir að eiga nokkur pör af Dirty Harry sokkum. Fást í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar.

CALVIN KLEIN nærbuxur: Rúsínan í pylsuendanum. Ef ég fengi krónu fyrir hvert skipti sem að hinar ýmsu konur hafa tekið andköf þegar þær sjá guðdómlegan líkama minn og ég í engu nema CK nærbuxum, þá væri ég ríkur í dag. Svo vill einn félagi mInn sem er mjög grimmur á KÆJANUM meina að það sé mjög öflugt að láta sjást aðeins í nærbuxurnar, svo að finnið ykkar EIGIN stíl!

Vona að þetta hjálpi, með kveðju,

XENIX
ég er Stefán, ég er kannski skrýtinn en vinalínan er alltaf opin.