Áfram með umræðuna um tískuna, og núna hvernig foreldrar hafa reynt að hafa áhrif á hvernig föt unglingarnir ganga í. Allir hljóta að hafa lennt í því að foreldrar hafa verið að nöldra í börnum sínum og unglingum um hvernig föt þau vilja vera í. Það væri gaman að heyra einhverjar sögur um það. Ég get t.d sagt það að á mínum unglingsárum, þá voru allir í svo þröngum gallabuxum (late 70's early 80's) að margar ræður voru haldnar sérstaklega yfir stelpunum, að það væri svo óholt að vera í svona níðþröngum gallabuxum dag eftir dag! Auðvitað hlustaði enginn á þetta raus og það var bara meira spennandi en annars að vera í níðþröngum gallabuxum. Tískan er líka oft leið ungs fólks til að láta andstöðu sína í ljós við samfélagið. T.d hippatíminn og hárið sem að þá var sko alle ekki klippt. Gaman væri að heyra fleiri sjónarmið og sögur.