Það er greinilegt hjá kvennþjóðinni að útvíðar buxur og pinnahælar eru í tísku. Ef að maður t.d rekur andlitið rétt aðeins inní Kringlu t.d er þar kvennfólk í tonnatali, allt í útvíðum buxum og í skóm með mjórri tá og pinnahælum. Þetta eru svona “sparilegar” buxur og mér finnst þessi tíska æðisleg svo langt sem að hún nær. Það er a.m.k komið í tísku að vera á pinnahælum, hvað sem annars má segja. Það væri gaman að heyra frá fleirum um viðhorf þeirra til þessara tveggja atriða sem að virðast vera í tísku núna. Og að lokum stelpur: hvernig fílið þið stráka sem að eru í þröngum buxum, (rass og læri en beinar niður) Er það halló eða kannski sexý?