Grein sem ég skrifaði á síðuna mína http://tiskaogutlit.blogspot.com/:

Ég gjörsamlega dýrka tískuna í ár. Þeir litir sem hafa verið í tísku í sumar eru skærir og bjartir litir og einnig ljósir pastel litir. Eftir því sem líður á árið fara skærir neon litir að vera meira áberandi og munu lífga upp á veturinn, mest áberandi verða bleikur, gulur og blár. Allskonar munstur hafa verið í gangi í sumar, röndótt, blómamunstur, fiðrildamunstur og svo hefur verið mikið um allskonar steina, palíettur, glimmer og glitur. Einnig hafa slaufur prítt margar flíkur og rennilásar, pífur og fellingar. Hljómar allt ansi vel er það ekki ?
Tískan á eftir að verða aðeins harðari í vetur en eins og ég sagði þá munu neon litirnir munu hressa allverulega upp á veturinn. 80´s retro áhrifin sáust greinilega á sýningarpöllunum og mest áberandi voru axlabreiðu kjólarnir og topparnir, svo var mikið um svokallað “cut outs”.

Það sem hefur verið mest áberandi í vor og sumartískunni er:

Fallegir kjólar með blómamunstri.
Allskonar samfestingar.
Gallaefni hefur klárlega verið í tísku. Gallajakkar og nánast allar tegundir af gallabuxum, þó sérstaklega steinþvegnar, rifnar, uppháar og víðar.
Gegnsæar flíkur úr þunnu efni hafa verið áberandi í sumar og halda því áfram eftir því sem líður á árið.
Einnar axlar kjólar, toppar og bikiní verða mikið í tísku í ár.

Ásamt einhverju úr sumartískunni á þetta eftir að vera áberandi í haust og vetur:

Allskonar leggings m.a. leður, rifnar, glans.
Röndótt, sama hvaða flík það er þá á hún að vera röndótt.
“Metallics”, glitur og palíettur.
Leðurjakka, leggings, kjólar, skór og stígvél.
Kjólar og toppar með breiðum öxlum.

Hægt er að skoða myndir sem fylgja greininni á síðunni minni :)