Var að pæla í smá framhaldi á tískutýpum, Þar sem ég gelymdi alveg all nokkrum tegundum, þar á meðal uppáhaldi mínu Lolita. En þar sem mér tókst að gera Lolitu greinina svo langa þá ætla ég bara að hafa þann stíl í bili.


Lolita:
Ég held að stíllinn komi frá héræði sem heitir Kansai í japan og er frá 1970 en er núna aðalega í Tokyo í hverfi sem heitir Harajyuku. Þar er fullt af allskonar stílum og þar á meðal Lolita, þetta hverfi er þekkt fyrir undarlega fatastíla meðal fólks sem hangir þarna, hef mikin áhuga á að skoða þetta, mæli með bókinni Fresh Fruits, þar eru fullt af myndum af allskonar stílum. Lolita saman stendur af fötum í Viktóríutímanum og dúkkustíl blandað saman eða barnafötum frá viktórítímanum. Til eru nokkrar gerðir af þessum stíl þ.e Sweet Lolita, Punk Lolita og Goth Lolita síðan er líka classic Lolita.

Classic Lolita: Ég því miður veit ekki mikið um þann stíl nema hann er á milli goth og sweet þ.e svartur, munnstur eru minni áberandi en í sweet, ekki notað jafn mikið af fylgihlutum og í hinum stílunum, er fágaðri og einfaldari.

Sweet Lolita samanstendur af tjull pilsi, bol, hnéháum sokkum og kannski peysu yfir, í sætum litum eins og bleikum eða rauðhvítu/bláhvítu köflótt, fylgihlutir eru sólhlíf eða veski í stíl við fötin, slaufa í hárinu og sætir skór í stíl. Í raun eins og dúkka, Lísa í Undralandi er mikið notuð sem grunnhugmynd, ávextir, nammi og gömul ævintýri eru líka notuð sem hugmyndir með sweet Lolita fötum. Það finnst líka alveg sweet lolita í dökkum fötum, það er bara ekki jafn algengt og mér finnst þá líka eins og að þá ertu komin yfir í classic eða goth.

Punk Lolita er í raun bara oftast goth/classic lolita með punk ívafi sem varð síðan af eigin stíl. Dæmi um um Lolita punk er þessi týpíski skólabúningur sem er búið að tæta og bæta við, sem sagt köflótta pilsinu, djarfari skirtu, hnésokkum, hálsbindi, nælur og stígvél. Punk Lolita er líka stundum í kjól, en það er bara mun sjaldnar. Hárgreiðslur eru oftast djarfari og í djarfari litum eins og gerist í Punk stílnum. Síðan eru litirnir dekkri, svartur og rauður mikið notaður, strípur í hári og mikið máluð eins og í goth stílnum.

Goth Lolita finnst mér líkari Viktorístílnum heldur en hinir stílarnir. Þessi stíll er pínu líkur vestræna Goth stílnum blandaður með Lolitu, bara þessi dramatíska málling sem er þekkt hér er ekki í Goth Lolita þar er bara dramatísk augnmáling og rauður varalitur eða dökkur. Stíllinn saman stendur af kjól sem nær niður að hnjám eða styttri, er svartur eða í dökkum litum, efrihlutinn á kjólnum er oft í lífstykkjastíl, síðan er restin mjög líkt sætu Lolitu, bara mun dekkri, svart aðalega notað og stundum dökkraut og fjólublátt með. Fylgihlutir eru til dæmis veski í leðurblöku líki eða líkkistuklíki.

Er með nokkrar myndir af þessu en hef ekki hugmynd hvernig ég kem þeim fyrir hérna…

Heimildir eru frá Wikipedia og bókinni Fresh Fruit
rest vissi ég eða af myndum sem ég fann á netinu
Ég