Ég ákvað að stofna þessa grein vegna ummæla sem ég sá hér á huga þar sem einstaklingur segir að útlit skiptir ekki máli heldur persónan. Það væri að sjálfsögðu best en það reynist því miður ekki alltaf vera raunin.


Ég er ósammála þótt siðferðilega væri rétt að segja að útlitið skiptir ekki máli, en um leið og maður fer út í sálfræði þá breytast hlutirnir: útlitið skiptir öllu.

Útlit í daglegu lífi hefur áhrif á það hvernig við högum okkur og hvernig aðrir líta á okkur. Ég er með einfalda útskýringu á því samkvæmt því sem ég hef tekið eftir.

Ástæðan fyrir því að við högum okkur öðruvísi milli fólks er að við það að lýta vel út fáum við meira sjálfstraust, við höfum ekki áhyggjur að því hvort við lítum illa/ósæmilega út við einhverjar aðstæður og því verðum við miklu rólegri. Með því að vera róleg skynjar fólk okkur öðruvísi, það finnst þægilegt að umgangast okkur og það aftur breytir okkur á annað stig…allt út af útlitinu.

Annað sem maður tekur eftir er að fólk sem lítur vel út þarf oft að hafa minna fyrir því að vera í vinasamandi, því vinir lýta öðruvísi á mann. Eins og margt annað í sálfræði er erfitt að segja til um kjarna vandamálsins en þetta er því miður svona. Ástæðan fyrir því að ég segi “því miður” er vegna þess að mikið af efnilegu fólki lendir undir það að missa sjálsöryggi og það kemur í vegg fyrir að það þrói snilligáfu sína- meðan að einhverjir algjörir lúða aumingjar sem eru tannaðir og með frosið hár af geli og flotta kærustu/kærasta komast í sviðsjósinu sem mikils virt fólk.


Að sjálfsögðu eru undantekningar frá þessu sem og í öllu öðru sem tengist félagslega hluta mannsins. Hjá mér skiptir t.d. útlitið ekki megin máli hjá vinum mínum sem eru hressir, en maður tekur samt eftir því að vel útlitandi vinir eru oft meira spennandi vegna sjálfstraustsins þar sem þau þora að taka meiri áhættu- þótt að sjálfsögðu það fari eftir því hvað maður ætlast af vinum og í hvernig vinahóp maður kýs að vera(ég persónulega er með allt í bland í poka, frá nördum, upp í töffara niður í lúða og aftur upp í algjört djamm fólk).

Þegar það hins vegar kemur að því að kynnast ókunnu fólki(sérstaklega af öðru kyni) þá tekur maður allt í einu mikið eftir útlitinu. Það er staðreynd(með tilraun) að fyrstu áhrifin þegar maður kynnist annari manneskju einkenna vináttu við þessa manneskju í langan tíma(það stenst í 80% tilvika)- nema að eitthvað mjög sérstakt breyti því áliti og þeirri skoðun og þær hugmyndir sem við höfum um þennan nýjan vin okkar. Mat okkur á annari persónu út frá útliti koma sérstaklega fram við fyrstu sýn, hvort sem það er af samma kyni eða ekki. Stærri, fallegri og sterkari vinir eru meira eftirsóknaverðir vegna þess að við fáum þá tilfinningu að við erum örugg í kringum þá og öryggi skiptir manninum miklu máli og að því leitum við oft án þess að gera okkur grein fyrir. Líklegast höfum við erft það frá villtri náttúru, genin breytast víst ekki svo hratt.

Svo við förum að klára þetta mál: Að lokum vil ég segja að fólk ætti virkilega að hugsa um útlitið og annaðhvort að mynda sína netta persónulega stíl eða þá tískulegt stíl sem er viðurkend í samfélaginu. Að vera með stíl sem er mjög frábrugðin almennum stíl og sem fólk lítur hornauga á mun aðeins gera það að verkum að við verðum hrind af samfélaginu út af í rauninni engu og gefum upp einhverja mynd af okkur sem kanski á alls ekki við(og sem ég er alveg viss um að það á ekki við). Öll þessi emo stílar, pönk og ég veit ekki hvað er dæmi um frábrugðinn stíl sem virkilega er ekki aðlaðandi félagslega. Þetta fólk getur getur oft ekki fundið sitt sæti í samfélaginu og verður virkilega örvæntingarfull og fer út í þessa tísku - en allt sem það gerir er að gera slæmt ennþá verra. Ég lofa öllum að með smá pælingu munu þau komast að sömu niðurstöðu, enda er það fyrir augum á flestum að emo stílin er ekki mest aðlaðandi í heiminum.

Engin ætti að vera örvæntingarfull um útlit sitt þó, allir ættu að hugsa um útlit sitt og ekki láta aðra keyra yfir okkur vegna þess, verum með sterkan persónuleika og það gerir okkur öllum sérstaklega falleg- hver og einn hefur sína kosti sem einhver ætti að líka vel við og finna til með. Við erum öll saman og saman munum við lifa, falleg eða ei.

Ég þakka fyrir, og munið að “nophilosophy” er nafn með rentu.