Jæja jæja, langt síðan ég hef kíkt á huga og sá að það vantar nýja grein til að “spicea” þetta upp.

Því miður er ég ekki frumlegri enn það að koma með grein um uppáhaldsflíkurnar mínar og smá um mig og minn stíl.

Ég hef alltaf haft gaman af því að klæða mig upp og fatastíllinn minn hefur þróast í gegnum árinn.

Svo kynntist maður dásamlega og skuggalega heimi tískunnar!
Ég fékk ótrúlegan áhuga á fatahönnuðum og starfi þeirra, ljósmyndurum, fyrirsætum, tímablöðum.
Ég fékk áhuga á saumaskap og byrjaði að skissa föt á blað og sauma.

Uppáhaldshönnuður minn er Vivienne Westwood, og ef fleiri má segja frá eru Yves Saint Laurent ( sem kom með kvenkyns smókingin amen!), Marc Jacobs, Oscar De La Renta og fleiri

Uppáhalds ljósmyndarinn minn er Tim Walker, hann tekur frábærar myndir

Uppáhalds fyrirsætan mín er Agyness Deyn,
uppáhaldstímaritið mitt er Vogue

Uppáhaldsbúðirnar mínar eru Kron Kron, Spúútnik, Topshop, Rokk og rósir & fleiri. Mér finnst æðislegt að fara í kolaportið og finna eitthvern fjársjóð þar.

Ég kljáist við mikla skó áráttu og ég á mikið af skom, aðallega hælum


Uppáhalds;

Skór; ég er ekki með eina uppáhaldskó, en þeir sem mér þykir vænst um eru þeir með skemmtilegustu minningunum.

Rauðu skórnir mínir með slaufunni( háir). Þá keypti ég í þýskalandi til að gleðja mig eftir að hafa gleymt töskunni minni, ROSALEGIR :)

Svörtu leður skórnir mínir, ökkla með reimum (háir) Það skópar gáfu vinkonur mínar mér eftir að ég hafi þráð þá mjög lengi.

Buxur;

Háu svörtu buxurnar mínar, cheap monday úr kron kron

Svartar og fjólubláar leopard buxur úr Vintage Iceland

Köflóttar cheap monday buxur

Peysur;
rauð og hvít peysa, með gulllituðu í sem ég fann í rauðakross búðinni, rosalega sæt og flott

Brún golla (ef það telst sem peysa) sem ég keypti á kílómarkaði í spúútnik. Hún er með einskonar munstri en öll einslit

Bolir & skyrtur;

Hvítur bolur með fullt af litum og myndum, freaky og flottur

Hvít,kremuð vintage skyrta, mjög hefðbundin og flott, fyrir þá sem lásu gossip girl greinina þá er hún mjög í anda blair.

Sokkar;´
ég eeelska háa sokka og varð að setja inn jólasokkana mína, þeir eru úr spúútnik, svartir og rauðir með blúndu efst (allskonar munstur) klikkaðir :)

Veski;

Ljósbrúnt stórt leðurveski sem ég keypti í topshop fyrir löngu, því miður var það að eyðileggjast um daginn en ég er í hálfgerði afneitun svo ég geng enn með það

Rautt veski, sem er hægt að nota sem venjulegt eða gala. Fann það einnig í rauðakross búðinni og það er fallegt , hægt að finna sitt og hvað í rauðakross búðinni.

svart leður veski , framan á eru bútar úr allskns efni (latex, leður,snáka) lítið flott hliðarveski

Venjulegt Leður veski sem mamma átti fyrir löngu, mjög simple

(fleiri en tvö veski, gat ekki valið ;) )þau sem veita mér innblástur eru ; isabella blow, agyness deyn, vivienne westwood, nelson mandela sem stóð uppi fyrir því sem hann trúði á, kate moss og tónlistarmenn, (the clash, bloc party, metric, damien rice, sigur rós &flr)

Þetta er ég í stuttum dráttum, eða löngum haha
;)
he's very sexy