Mig minnir að svona könnun hafi ekki verið gerð nýlega, þannig að ég vil spyrja: Hver er uppáhalds fatabúðin ykkar? Gaman væri, ef fólk myndi birta aldur og kyn með, og helst einhvern smá rökstuðning.

Uppáhaldsbúðin mín (16 kvk) yrði sennilegast TopShop, því mér finnast fötin þar eitthvað svo lífleg og skemmtileg, og auk þess eru þau frekar ódýr. En ég versla líka oft í Mótor og Vero Moda. Svo líst mér vel á þessa Mango verslun sem komin er í Smáralind. Og ef ég er erlendis verð ég að kíkja í Orsay.

En jæja, hvað með ykkur?