Myndasamkeppni Jæja þá ætla ég að koma hérna með reglur um Myndasamkeppnina sem verður haldin ;)
Núna 26.ágúst kemur könnun um það hvaða keppni ætti að vera fyrst. Ef sú keppni gengur vel og hæfilega margir notendur taka þátt verður önnur keppni haldin :)

en hér fyrir neðan eru reglurnar :

_____________________________________________________________

REGLUR
1. Keppnistímabil: 7.September til 21. September
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Titill - Þema” (gæsalappir eiga að fylgja með). “Titill” skal skipt út fyrir nafnið á myndinni.
Dæmi: “Útlitið mitt - Pönkstíll”

3. Ein mynd frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi þarf ekki að hafa tekið myndina sjálfur þ.e.a.s. einhver annar getur tekið mynd af ykkur. Ekki er leyfilegt að taka mynd af veraldarvefnum! Allar þær myndir sem koma af netinu verða eytt

_____________________________________________________________

Á á meðan keppni stendur yfir verður engin önnur mynd samþykkt og ekki neinar kannanir svo ég myndi bíða með að senda þetta inn…

Svo er bara að vona að sem flesitr taki þátt og allir haldi sig á mottunni varðandi myndir ;)
Allar myndir verða samþykktar á sama tíma

Með von um góða og skemmtilega þátttöku
Jaguar1957