Allir vilja vera öðruvísi, eitthvernveginn endar það eins. Fyrrum hnakkamellur eru orðnar arty eða bara alveg eins og þær voru. Emo er orðið að punk, goth er goth. Punk er emo og skeiterar eru bara alltaf sömu skeiterarnir því þeim er sama um flest allt nema hjólabretti og hjólabretti.

Ég er ekki hér til að blóta hnökkum og segja að það séu ógeðslegar mannverur. Ég meina ef folk vil vera emo má þá folk ekki vera hnakkar. Ég skil ekki hvað er svona mikið betra að vera emo með svart hár, hlusta á My Chemicals Romance en að vera með ljóst hár, hlusta á benny bennassi og vera hnakki. Hver er munurinn? Eitthver á eftir að segja ; hver sagði að emo væri nett. Þá hver er munurinn að hlusta á Bítlana, vera með lubba og vera arty en að vera hnakkar? Ekkert nema öðruvísi still.

Þegar svona folk fer í taugarnar á ykkur, viljið þið frekar að þau séu alveg eins og þið. Eigum við öll að dýrka sama fólkið, hlusta á sömu tónlist og versla föt á sama stað?
Á örugglega eftir að fá svör eins og ; þetta fer í taugarnar , þetta er pirrandi, techno er ekki tónlist og “ ég er ekki nein af þessum týpum”


Fólk segir ég er ekki nein týpa ég er bara ég, af hverju getur þessi manneskja ekki bara verið hún blablabla. Kannski vill sú manneskja vera með ljóst hár, vera með dökkt meik og eiga chanel eyrnalokka og fara í ljós 3 í viku. Eða kannski vill sú manneskja vera með svart sítt hár, göt í augabrúninni og svörtu síðu pilsi í síðum leðurjakka. Fólk skiptir sér svo mikið af þessu.


Tíska er í rauninni hugtak sem við íslendingar notum fyrir týpur & hvað er vinsælt.
Í rauninni er tíska það sem við sjáum td. Í París eða Mílanó á sýningapöllunum. Tíska er vogue, tíska er Gucci,Versace, D&G. Samt það myndi kannski frekar teljast sem high fashion.

Hægt er að segja já þessir klútar eru verulega í tísku. Er þá að tala um tískuna á íslandi og hvað er vinsælast? Í raun þegar maður lítur á heildarmyndina er tíska það sem er vinsælast og það er jú heilaklabbið bak við þetta

Ég er alls ekki að segja að maður þarf að klæðast nýjustu vorlínunni úr Gucci og eiga Prada skó til að vera í tískunni. Í raun veit eg ekki alveg tilgang þessarar grein, eitthvað sem ég vildi koma á framfæri ef ég náði í gegnum eitthvern.

Þessi grein er ekki fyrir fólki sem er slétt sama um þetta, í raun hef eg ekki hugmynd fyrir hvern þetta er. Bara smá fyrir hugann til að japla á?

Ait?!

Frábært, skítið yfir þetta.
Og já ég veit þið hafið heyrt líkt þessu milljón sinnum
he's very sexy