Mig hefur lengi langað til þess að skrifa grein um mína helstu ástríðu. Skór. Ég á kannski ekki mikið af þeim en það verður bætt úr því í sumar þegar ég fer til Köben.
Þessi grein var voða sniðug en svo þurrkaðist allt út þannig að þið verðið bara að láta þetta nægja.

Þetta eru skór sem ég keypti fyrir stúdentsútskriftina mína. Elska þá meira en allt. Fékk þá á 8990 í Aldo sem er ein besta skóbúð hér á landi. Tími ekki að eyða þeim upp alveg strax þannig að þeir eru í geymslu fram að sumri.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958054.jpg

Þessa hef ég átt í rúm 4 ár, fékk þá í Top Shop þegar nornaskórnir voru vinsælir, með uppbrettri tá. Elska þá aðallega því hællinn er svo lítill og þeir passa við allt.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958063.jpg

Þessir eru voðalega venjulegir, passa við allt og eru flatbotna. Voða krútt. Heklaðir með slaufu framan á. Kostuðu mig 2990 kr.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958061.jpg

Þetta eru skór sem hún mamma mín átti. Eins og þessir svörtu fyrir ofan eru þeir rosalega venjulegir, ganga við allt og með ekkert alltof háum hæl.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958058.jpg

Þetta eru skór sem allir vinir mínir elska að hata. En ég elska þá bara. Fékk þá í kolaportinu á 2000 kall. Frábærir og ganga við næstum allt. Lágbotna og þægilegir með karamellu/slaufu framan. Hverjum er ekki sama hvað öllum öðrum finnst?:P
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958057.jpg

Þetta eru algjörlega uppáhaldsskórnir mínir. Bleikir með blómum og slaufu. Fékk þá á 3000 kall í Kolaportinu. Kannski rétt að taka það fram að þeir eru ekki notaðir þó þeir hafi fengist það. Ég get ekki gengið í notuðum skóm af öðrum með dauðum hælaflyksum af öðrum konum. Nei takk.
En allavega, elska þá, þeir eru með smá stórum hæl en það er allt í lagi. Það rétt sleppur.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958066.jpg

Stígvélin mín. Keypt í Hagkaup á 5990. Endast fínt og passa flott við gallabuxur eða pils. Voða hentug, en ég fékk samt allt í einu ógeð af þeim. Vona að það fari því þau eru mjög flott.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958073.jpg

Heh, þessi stígvél eru mjög sérstök ef stígvél má kalla. Þau eru svo illa farin því ég gekk svo mikið í þeim á tímabili, svo nagaði hundur fyrrverandi kærasta míns rennilásinn þannig að það er svo leiðinlegt að renna upp að ég hef ekki nennt að fara í þau síðan en þau eru þarna engu að síður, bíðandi eftir að ég klæði mig í þau. Kostuður mig í kringum 8000 kr.
http://pic50.picturetrail.com/VOL425/8828935/16314973/249958071.jpg

Jæja þá er þessari sýningu lokið. Vonandi höfðuð þið jafn gaman af þessu og ég og afsakið það að ég kann ekki að setja myndirnar inní textann:P

Tak så meget