Kjólarnir mínir Sæl veriði, ótal greinar og korkar þar sem fólk er að telja upp og lýsa skónum sínum hafa hér með verið birtar hérna og mig langaði að gera eitthvað svipað, en þar sem ég á innan við 10 skópör sem ég nota, þá ákvað ég að skrifa um það sem ég á meira en nóg af; Kjóla :)

Það virðist ekki skipta máli hvað mig vantar og/eða hvað ég ætla mér að kaupa þegar ég legg af stað, ég kem nánast alltaf heim með a.m.k. 1 kjól. Hérna ætla ég að koma með stuttar lýsingar ofl. um nokkra af kjólunum mínum.

1 - Grænn kjóll með gylltu skrauti
Þennan keypti ég fyrir jólin 2004, og einn af elstu kjólunum mínum sem eru enn í fullri notkun. Hann er ermalaus og nær niður að hnjám. Fallega grænn með V-hálsmáli, rykkingum á bakinu og þykku og áberandi útsaumuðu gylltu skrauti undir brjóstunum. Kostaði mig held ég ca. 7000 kr. á sínum tíma í Topshop.

2 - Svartur síður og plain
Þessi er einn af þeim nýjustu, keyptur fyrir árshátíð í vinnunni minni. Hann er síður og ermalaus, tekinn saman með borða undir brjóstunum og með V-laga hálsmáli bæði að framan og aftan. Flottur, þægilegur og látlaus kjóll sem ég sé fram á að nota mikið í framtíðinni. Hann var í Oasis og kostaði ca. 8000 kr.

3 - Skimpy glimmer kjóll
Þetta stykki var á útsölu á ca. 4000 kr. og mig vantaði kjól til að fara á Grímuna í. Hann er munstraður, í bláum og lillabláum tónum. Hann er vel opinn milli brjósta og niður á bak. Hann er ermalaus og smelltur í hliðunum. Silfurbönd vefjast um hann í mittið og hann nær niður á mið læri. Ég var í honum við svartar leggings og svarta hælaskó, btw, þannig að ég leit ekki jafn druslulega út og þessi kjóll gefur til kynna :)
Hann var keyptur í sumar í Centrum sem var og hét.

4 - Svartur með blúndum
Hann er með síðum ermum, er tekinn saman í mittinu með belti og nær niður að hnjám og er alsvartur. Það sem gerir þennan kjól sérstakan er samt að ermarnar og efri hluti búksins niður að brjóstum er úr svartri blúndu. Með fylgdi gyllt pallíettu næla sem ég hef aldrei tekið af…finnst hún stór partur af sjarmanum :) Þessi var á ca. 5000 kr. í Spútnik fyrir ca. 1 ári.

5 - Hvíti polkadot 50s kjóllinn
Hann var keyptur fyrir skólaárshátíðina mína fyrir 3 árum, og er í rauninni ekki í mikilli notkun ennþá, en ég hef farið í honum á þemaböll ofl. Hann er hlíralaus, hvítur og nær niður að hnjám. Svartur borði með slaufu liggur eftst á líningunum og síðan er hann doppóttur, með svörtum doppum. Sniðið er mjög 50s, eða þröngt uppi og í mittinu en síðan er pilsið nánast hringskorið.
Hann var keyptur í Zöru, en ég man ómögulega hvað hann kostaði.

6 - Blár kjóll með fjólubláu á ermunum
Þessi er síðerma og nær niður að hnjám. Það er hafmeyjusnið á pilsinu, sem gerir það að verkum að ég nota hann lítið sem ekkert, en mér finnst hann svo töff að ég hef hann samt hangandi inni í skáp…ef…bara EF…mjaðmirnar á mér skildu minnka skyndilega :)
Hann er áberandi blár með pínulitlum svörtum ferningum víðs vegar á efninu. Ofan á ermunum er fjólublá/bleik munstursrák sem liggur frá öxlum og niður á úlnlið. Hann liggur sikk sakk yfir brjóstin. Mjög 80s…keyptur á Kílómarkaði Spútnik (3500 kr. fyrir hann, 1 annan kjól og bol)

7 - Rauður prinsessukjóll
Keyptur á kílómarkaðinum með nr. 6. Hann er erma og hlíralaus og nær niður fyrir hné. Pilsið er vítt og nánast hringskorið. Aftan á honum eru nokkrar slaufur og efnið er eldrautt með glansandi rósum í sama lit hingað og þangað. Algjör galakjóll :)

8 - Kóngablátt shift
Þessi er sniðinn eins og pils. Hann var jólakjóllinn minn þarsíðustu jól og þar sem hann er algjörlega hlíralaus og sniðlaus leyfði ég honum bara að hanga með smá teygju fyrir ofan brjóst og síðan hafði ég svart belti í mittið. Er úr gervi silki/satín efni og er mjög flottur bara við leggings.
Sérsaumaður.

9 - Fölblár 50s kjóll
Þegar ég keypti hann var hann of lítill og þröngur á mig og það hefur svo sannarlega ekki breyst til batnaðar á því ca. 1 og 1/2 ári sem ég hef átt hann. Hann er bara svo falleg flík að mér finnst gaman að horfa á hann eins og fallegt málverk :) Ermalaus en með breiðum hlírum. Hann er þröngur með hafmeyjusniði niður að hnjám. Efnið er föltúrkíslitað með glansandi útsaumuðu blómamunstri í sama lit. Aftan á honum eru stórir gegnsæir borðar í sama föla tóninum sem falla niður að faldinum.
Kolaportið - 500kr. :)

10 - Svartur hottíukjóll
Ég veit ekki hvað annað ég á að kalla hann. Hann er svartur og nær niður að hnjám. Hann er þröngur að ofan og yfir rassinn og er úr mjög slinky efni sem sýnir allar línur. Hann er opinn í bakið og milli brjóstanna og silfurlitaður borði liggur yfir mjaðmirnar. Mjög flottur kjóll fyrir fínna ball og hann sýnir mikið án þess að verða druslulegur.
10.000 kr. í Retro fyrir ca. 2 árum.

Well, þetta eru nokkrir af kjólunum sem ég hef sankað að mér á síðustu árum :) Ég vona að þetta hafi verið áhugaverð lesning fyrir eitthverja og kannski ég birti framhald ef það verður tekið vel í þetta.

-Kallisto
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'