Handsnyrting Frönsk handsnyrting í sex skrefum

1. Fullnægja þarf nokkrum frumskilyrðum við undirbúning naglanna og handanna áður en þú setur naglalakk á þær. Fyrst er að taka ysta lag húðarinnar af með skrúbbi og sápu með kornum í, nudda vel. Hreinsa svo með vatni og þurrkið með mjúku handklæði þar til hendurnar eru orðnar alveg þurrar. Ein meginástæða sprunginna handa er sú að þær eru ekki þurrkaðar nógu vel eftir þvott.

2. Þjalið efst af nöglunum. Ef þær eru gjarnar á að klofna er best að þjala þær flatt í miðju og rúna svo í endana. Við þjölun skal ekki hamast í báðar áttir, það fer ekki vel með endana. Notið fína þjöl sem rennur auðveldlega yfir nöglina.

3. Nuddið (þekið) hendurnar með möndluolíu, til að næra og mýkja, vefjið handklæði utan um þær og slakið á í 15 mín. Takið handklæðið af og þéttið naglaböndin niður með gúmmíenda á naglabandaþéttara, slíkt verkfæri fæst í flestum apótekum. Ekki nota naglabandaskæri, þau geta skorist í húðina. Hreinsið hendur með volgu vatni til að ná sem mestu af olíunni af.

4. Setjið eina yfirferð af grunni yfir allar neglurnar, leyfið þeim að þorna í tvær mín. Þetta styrkir neglurnar. Til eru margar tegundir af grunni, gott að nota nærandi grunn, sem gefur góða áferð fyrir næsta lag.

5. Setji fína hvíta línu meðfram enda naglarinnar, byrjið frá hvorum endanum og látið línuna falla saman í miðjunni. Til eru hjálparlímmiðar til að mála línuna. Gefið línunni góðan tíma til að þorna alveg.

6. Að lokum er sett lag af gegnsæju naglalakki með bleikum perlukeim yfir allar neglurnar. Þetta gefur nöglunum fallegri heild og klárar alveg meðferðina. Látið þorna í 10 mín. Fyrir auka glans má setja glansáferð ofan á í lokin.

Nokkur viðbótarráð:
Handanudd eykur blóðflæði. Nuddið lófanum yfir handabakið til skiptis, álíka hreyfingar og við þvott, kemur blóðflæðinu af stað og hita í hendurnar. Of mikið vatn og efni er mjög slæmt fyrir hendurnar, nota skal hanska við þvott, efnin fara illa með húð og neglur og valda því að vatn fer inn í neglurnar og svo springa þær við þurrkun.
Áður en þú ferð að sofa skaltu bera handáburð (vaselín) á þig og setja svo mjúka hanska yfir. Þú vaknar með mýkstu hendur í heimi.