Útlit og hreinlæti Útlit og hreinlæti er afar miklivægt og er þess vegna mikilvægt að hugsa vel um hreinlæti og sitt eigið útlit…

Í þessari grein ætla ég svona að fjalla um það helsta sem ég veit um útlit og hreinlæti þannig að það mun vanta margt inn í, en ég geri mitt besta við að hafa þetta sem nytsamlegast fyrir flesta…


Útlit er stór partur í lífi flestra til þess að láta sér líða vel sumir kjósa að mála sig en aðrir kjósa að ganga í allskonar fötum og með allskonar skartgripi en hérna ætla ég að tala um að mála sig hvernig það er best og að hugsa sem best um það…


Stelpur eru byrjaðar að mála sig afar ungar alveg frá 11 ára aldri, flestar byrja samt um 13 – 14 ára en sumar byrja aldrei. Þegar stelpur eru að byrja ungar virðist sem þær kynna sér mjög lítið hvernig er best að mála sig og þær mála sig margar of mikið meikið allt flekkótt og svokölluð gríma í andlitunum. Svo eru þær að setja á sig afar dökka augnskugga og mikin eyeliner sem gerir þær í flestum tilvikum bara ljótar. Maskarinn alveg í klessu á augnhárunum því þær setja svo mikið. Það er eins og sumar stelpur átti sig ekki á því að það þarf ekki endalaust af málningu til að vera fallegur.


En sem betur fer þroskast þetta með aldrinum og flestar átta sig á því að þetta er ekki eitthvað sem er nauðsynlegt og byrja að kynna sér betur hvernig er best að mála sig..

Það sem er samt mesta vandamálið er að stundum er eins og stelpur átti sig ekki á því að þær verða að mála sig í samræmi við sinn húðlit og hárlit sama þótt þær séu með litað eða ekta…

Ég hef t.d. bæði verið með dökkt og ljóst hár og mála mig ekki eins og ég gerði þegar ég var með dökt (er með ljóst núna).

Ætla að taka hérna smá dæmi um hvernin ég málaði mig og mála mig til að þið getið fengið smá hugmyndir.

Dökkt hár:

Ef þú ert með dökkt hár er best að nota svona milliliti ekki alveg ljósa og ekki beint dökka heldur svona mitt á milli.
Ég notaði alltaf annað hvort dökk bláan eða grænan (margir aðrir koma líka til greina).
Svo t.d. með make ég hef t.d alltaf reynt að nota sama litinn sama hvernin hárliturinn hjá mér er, nota svo alltaf ljóst púður yfir til að gera andlitið aðeins líflegara.
nota svo oft svartan eyeliner til að lífga aðeisn upp á augun.
Set svo smá svartann maskara til að gera augnharin fallegri.

Ljóst hár:

Þar sem ég er með ljóst hár þá nota ég alltaf mjög ljósan augnskugga aðalega bleikan eða svona í þeim dúr.
Set svo auðvitað smá svartann eyliner til að fá aðeins betra lúkk yfir augun.
Eins og ég sagði áður þá set ég alltaf smá make og ljóst púður yfir sama hvernig hárliturinn er.
Hef svo alltaf notað smá maskara á augnhárin til að gera þau falleg.
En þar sem ég nota gleraugu og maskarinn sést þá ekki vel bretti ég upp á augnhárinn áður en ég set maskarann á og þá sjást þau afar vel og kemur mjög vel út…
Svo finnst mér mjög gott að setja á mig rakakrem áður en ég byrja að mála mig til að gera húðina aðeins mýkri…

Þetta er það sem mér finnst fallegt og koma vel út svona aðeins ferskt lúkk vona að þetta komi að einhverju gagni..
Ef þér lýst ekki á það sem þú sérð hættu þá að horfa…