Ég var bara að velta því fyrir mér hvort allir kvennmenn væru eins og ein vinkona mín. Ég var svo óheppin að vera dregin með í kringlunna, með 3 æðislegum stelpum sem ru fyndnar og flottar og allt, en ekki fanst mér gaman. Nei,ég var óralengi í kringlunni og búinn að vera þar svo dögum skipti, hélt ég, og eftir langa mæðu heyrði ég hræðinlegar samræður. Við vorum búinn að vera í marga tíma en þær voru BARA AÐ SKOÐA. Þá kom í ljós að þær voru ekki búinn að kaupa eiin hlut heldur fórum marga hringi, upp stiga, niður stiga, aftur í þessa búð, aftur í hina búðina og svo byrjuðu þær að kaupa.
Þá kom í ljós að þær voru að skoða allt sem til greina kom, útiloka smásaman eina og eina flík og eftir heilan dag í krilnunni, frá opnun til lokunnar var farið út með 2-3 hluti á mannn. Eru allar stelpur/konur svona eða er það bara ég sem fynst þetta vera skrýtið. Ég meina þegar ég fer að versla er ég 1 tíma 2 mest og kaupi þá slatta af fötum. Endinlega útskýrið þetta fyrir mér.

kveðja
draugurinn ráðvilti