Hmmm hvað er eiginlega í tísku núna? Ég hef verið að hugsa um þetta í svoldinn tíma og virðist sem allt sé í tísku, sem er náttúrulega bara góður hlutur. Ef þú ferð út á götu og spáir í það hvernig fötum fólk gengur í sérðu ekki alla vera í því sama eins og var, sem dæmi allir í hettupeysu, tarkbuxum og Buffaloskóm. Mikið af fólki er farið að grafa upp föt af foreldrum og ömmum og öfum og það þykir alls ekki hallærislegt og mjög oft eru þetta mergjaðslega flott og að getað saumað sér föt er frábært og þú er ekki álitinn skrýtinn eða MH-ingur fyrir að gera þetta.
Mér finnst þetta frábært að álit fólks hefur breyst, en auðvitað eru alltaf þessar tískustefnur í Gallery sautján og þessum búðum og alltaf er hægt að finna eitthvað flott þar en fólk er farið að blanda alls komar fötum saman og gera það sem því dettur í hug.
það er mjög gaman að þessu og ég styð það að fólk noti ýmindunaraflið og sköpunarhæfileikana.