Fataskápurinn minn Jæja mér leiddist að sjá að það væru ekki búnar að koma neinar nýjar greinar hingað inn þannig ákvað að skella einhverju hérna inn.
Þetta er s.s. smá lýsing á mínum aðalflíkum og hvar ég keypti þær.

Hlý úlpa - Svört úlpa með loðinni hettu sem ég keypti í Top shop í fyrra. Hefur nýst mér vel seinasta árið og er ótrúlega hlý og þægileg.

Sumarjakki - Hvítur, mjög þunnur sem ég keypti í Vero Moda í vor. Hann er með rennilás og tölum sem hægt er að hneppa alveg upp í háls sem getur verið mjög flott ef maður er ekki í peysu. En hann er það þunnur að ekki sniðugt að vera í honum nema á daginn og í hita.

Vetrarjakki - Á einn ljósdrapplitaðan, hnésíðan jakka sem ég keypti í River Island seinast þegar ég var í Englandi. Hann er fóðraður með blettatígramunstri að innan og bundinn um mittið. Mjög flottur með stígvélum, ekki sniðugt fyrir mig að vera í lágbotna skóm við hann því þá virðist ég svo lítil.

Djammjakki - Jakki sem ég nota þegar ég fer í böll/partý og bara eitthvað fínt almennt. Þeir eru reyndar tveir. Annar er grár GAS jakki sem ég keypti í Grand Collection í sumar. Átti að kosta 17.þús belive it or not en á útsölu var hann kominn niður í 2-3 þús ;) Svo er hinn glænýr svartur&hvítur (röndóttur), stutterma River Island jakki sem ég fékk sendann frá Endlandi. Reyndar ekki góður í vetrarkuldanum þannig hann þarf örugglega að bíða fram að vori.

Hversdagsgallabuxur - Nýlega eru það Miss Selfridge gallabuxur sem ég keypti mér í Englandi í haust. Muna kannski sumir eftir Miss Selfridge búðinni sem var við hliðina á Top Shop og er ég ein þeirra sem sakna þeirrar búðar því ég fann mér alltaf eitthvað flott þar. En já buxurnar eru bara beinar niður, hvorki niðurmjóar né útvíðar, dökkar og rassvasalausar. Kostuðu líka ekki mikið en eitthvað í kringum 4.þús kallinn.

Comfy buxur & íþróttabuxur - Á ljósbláar, víðar íþróttabuxur sem ég keypti í einhverri íþróttabúð úti á Endlandi í haust. Nota þær samt bara sem “innibuxur” í staðinn fyrir náttbuxur því þær eru svo þykkar og þægilegar. Svo eru uppáhaldsíþróttabuxurnar mínar, sem ég nota virkilega í íþróttum og ræktinni, svartar buxur sem ég keypti einnig á Englandi fyrir svona 3.árum. Þröngar efst á rassinum & þar í kring en eru svo beinar niður. Þær eru mjög plein bara svartar með 2 blágrænum röndum á hliðunum.

Fínar buxur - Get ekki valið á milli. Brúnar GAS buxur sem ég keypti ásamt jakkanum í Grand Collection í sumar. Átti minnir mig að kosta 11.þús en fékk þær á 2-3. þús :) Þær eru hnésíðar og ég notaði þær mjög mikið í sumar/haust við háhælaða skó. Svo afþví það er kominn vetur og orðið kaldara núna þá er kannski ekki það sniðugasta að vera í hnésíðum buxum þannig er frekar í svörtum,síðum, beinum buxum sem besta vinkona mín gaf mér í afmælisgjöf. Passar líka við allt.

Hversdagspeysa - Það eru Sparkz peysurnar sem mjög margir eiga. Á þrjár þannig, gráa,brúna & bláa sem ég nota mjög mikið í skólann og líka þegar ég er bara heima. Finnst þær svo þægilegar en kannski ekki það skemmtilegasta í heimi þegar önnur hver stelpa á alveg eins þannig ég sleppi því alfarið að fara í þeim í Kringluna,Smáralindina & mjög margmenna staði.

Hlý peysa - Tvær þannig. Ein hvít, þykk axlapeysa sem ég keypti í Vero Moda fyrir svona 2.árum. Ótrúlega flott en svo hlý að ég get bara notað hana á veturna. Svo er það græn Hollister hettupeysa með v hálsmáli og tölum. Ekkert mjög þykk en mjög hlý og líka flott. Uppáhaldið mitt!

Kuldaskór - Já ég á líka tvö pör af kuldaskóm sem ég get ekki valið á milli, bæði flott en frekar ólík. Fyrra parið eru brún, loðin rússkinnsstígvél sem ég keypti í byrjun fyrravetrar. Man ekki búðina. Þau eru ótrúlega þykk og þægileg, finn ekki fyrir snjónum í þeim. Þarf bara að passa að sprauta á þau sílikoni áður en ég fer út í snjóinn svo rússkinnið eyðileggist ekki. Nota þau yfir buxur og mér verður bara ekki kalt í þeim. Elska þau :D
Svo er annað par sem ég eignaðist bara nýlega, en pantaði þau í gegnum eBay. Þau eru miklu fínni en hin stígvélin og ég nota þau frekar til að fara á laugaveginn eða eitthvað fínt en alls ekki í skólann. Þetta eru hvít, reimuð leðurstígvél með hælum. Með pínu “fur” í kringum reimarnar og efst. Ótrúlega þægileg og flott og gott að geta verið í fínum skóm sem mér er samt ekki kalt í á veturna.

Hversdags strigaskór - Brúnir&drapplitaðir gervi-rússkinnsskór sem ég keypti mér úti í london í haust eða bláir gervi-rússkinsskór sem ég fékk einhverntíma fyrir löngu.

Djammskór - Mínir uppáhalds núna eru hvítir, opnir skór sem ég pantaði frá Ameríku. Kaupi mér frekar skó þegar ég er í útlöndum eða panta í gegnum netið, bæði ódýrari og miklu fjölbreyttara. En já ég setti inn mynd með af þessum skóm.

Já þetta er það helsta í mínum fataskáp :) Á líka 7 skópör í viðbót, 30-40 boli, 6 kjóla & nokkrar töskur og belti. Tæki samt allt of langan tíma að skrifa um það allt.
Computer says no